Listahátíð í Fjarðabyggð
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. apr 2009 11:01 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Fjarðabyggð hefur boðist að standa að tveimur verkefnum á vegum Listahátíðar í Reykjavík í samvinnu við Menningarráð Austurlands.
Annað verkefnið er vitaverkefni þar sem listamenn vinna að útilistaverkefnum. Dalatangaviti er einn fjögurra sem valinn hefur verið í verkið. Hitt verkefnið er „Konur úr Austurvegi” þar sem Kammersveit Reykjavíkur flytur tónverk þekktustu kventónskálda austursins.