Lögbann á hlutafjáraukningu

Lögbann hefur verið sett á nýtingu 500 milljóna króna hlutafjár sem fékkst í hlutafjáraukningu Eskju hf. á Eskifirði í byrjun október. Landsbankinn fór fram á lögbannið en ágreiningur er á milli bankans og hluthafanna um verðmat á fyrirtækinu sem lá til grundvallar hlutafjáraukningunni. Landsbankinn telur verðmætið hafa verið of lágt, sem leiddi til þess að stærri hluti fyrirtækisins hafi fengist fyrir upphæðina en ella hefði verið. Málið verður rekið fyrir Héraðsdómi Austurlands og þar skorið úr um hæfilegt verðmat á Eskju hf.

eskja.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.