Lesið úr Aðventu í aðdraganda jóla

Sunnudaginn 13. desember efna Gunnarsstofnun og Rithöfundasamband Íslands öðru sinni til kyrrðarstunda í Gunnarshúsum á Dyngjuvegi 8 í Reykjavík og á Skriðuklaustri með upplestri á Aðventu. Skáldsaga Gunnars Gunnarssonar um Fjalla-Bensa og fylginauta hans, sauðinn Eitil og hundinn Leó, verður þá lesin í heild sinni á báðum stöðum. Lesturinn hefst kl. 13 á Dyngjuvegi 8 og þar mun Jón Hjartarson leikari lesa söguna. Á Skriðuklaustri hefst lesturinn kl. 14 og þar les Þorleifur Hauksson en hann mun einnig lesa Aðventu á Rás 1 fyrir þessi jól.

 

Í tilkynningu frá forstöðumanni Gunnarsstofnunar segir að Aðventa sé sú saga Gunnars Gunnarssonar sem þýdd hefur verið á flest tungumál og á mörgum heimilum víða um lönd er lestur hennar fastur hluti af undirbúningi jólanna. Allir er velkomnir í Gunnarshús í Reykjavík og í Fljótsdal næstkomandi sunnudag til að hlýða á góðan lestur. Heitt verður á könnunni og geta gestir komið og farið að vild en lesturinn tekur um tvær og hálfa klukkustund.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.