Leitað að tveimur austfirskum milljónamæringum

Íslensk getspá, rekstraraðili Lottós, leitar að tveimur vinningshöfum sem keyptu miða sína á Austurlandi en hafa ekki enn vitjað vinninga að andvirði 30 milljóna króna.

Fyrri miðinn var seldur í Dalbotni á Seyðisfirði og dreginn út 7. júlí 2018. Á hann kom vinningur upp á 25,4 milljónir króna. Vinningstölurnar voru 2 – 9 – 24 – 25 – 35 með bónustöluna 19, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Seinni miðinn var dreginn út þann 2. mars síðastliðinn. Sá var keyptur í N1 á Egilsstöðum og fékkst á hann vinnur upp á rúmar fjórar milljónir króna.

Vinningstölurnar voru 4 – 8 – 17 – 21 – 29 og bónustalan sem fyrr 19.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.