Leit hætt í Fáskrúðsfirði

Leit hefur verið hætt að manni sem saknað er eftir að bátur hans fékk á sig brot og hvolfdi við Skrúð í Fáskrúðsfirði í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Hefur svæðið þar sem báturinn fórst verið leitað afar vel í allan dag af björgunarsveitum af Austurlandi, nærstöddum bátum og skipum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Einnig hafa kafarar tekið þátt. Verið er að draga bátinn sem fórst til hafnar á Fáskrúðsfirði og er von á honum þangað eftir tvo til þrjá tíma.

sjslys__fskrsfiri_skrur_vefur.jpg

-

Mynd/ÓM

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.