Leiðréttingar Þórunnar í bókabúðinni

Þórunn Hjartardóttir opnar sýningu í verkefnarými Skaftfells á Seyðisfirði í dag, fimmtudag, en hún er gestalistamaður þar í ágúst. Verkefnarýmið er gamla bókabúðin við Austurveg, en þar hefur Þórunn unnið stað- og tímabundna innsetningu sem heitir Leiðréttingar.

runn_hjartardttir_vefur.jpg Þórunn notar bókbandslímband til að mála geómetríu inn í rýmið. Límbandið, sem er stundum kallað kjölband, er úr striga og aðeins framleitt í nokkrum litum og breiddum og gjarnan notað til að gera við bókakili. Þórunni hefur áður límt í sýningarýminu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ.Þórunn hefur unnið ýmis störf sem tengjast myndlist, hún var t.d. verkefnisstjóri 700.IS Hreindýraland 2009; framkvæmdastjóri Skaftfells í 7 mánuði á síðasta ári og sá um íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum sumarið 2007.Þetta er sjöunda einkasýning Þórunnar, en hún er einnig þekktur hljóðbókalesari og þýðandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.