Leirinn frá Borgarfirði sérstakur

Íslensk leirlistakona segir leir sem hún hafi fengið frá Austfjörðum, nánar tiltekið Borgarfirði eystra, vera með allt aða eiginleika en þann leir sem hún hafi kynnst annars staðar á landinu.

Kolbrú Sigurðardóttir, leirlistakona á Akranesi, hefur það að sérstöku áhugamáli að kanna íslenskan leir og möguleika hans til leirmunagerðar, en hann hefur lítið verið rannsakaðir.

Í samtali við héraðsfréttablaðið Skessuhorn segir hún flesta leirlistarmenn hérlendis vinna með innfluttan leir þar sem sá íslenski hafi ekki þótt henta vegna lítils sveigjanleika. Bestu líkurnar á að finna góðan leir hérlendis séu á Vestfjörðum, Vesturlandi og Austurlandi, elstu hlutum landsins.

Kolbrún hefur sjálf grafið upp töluvert af leir en einnig fengið sent frá fólki víða um land, sem hún nefnir leirvini. Meðal annars fékk hún sendan leir frá Borgarfirði eystra, sem hún segir sérlega áhugaverðan.

„Hann kom upp úr grunni sem liggur undir hótelbyggingu á Borgarfirði eystra, hjá honum Arngrími. Ég fékk lítinn dall af þessum gula leir og gat aðeins prófað hann en þarf að nálgast meira til að geta gert markverðar rannsóknir.

Þessi leir er ólíkur öllum öðrum leir sem ég hef prófað en hann hrábrennist skærrauður við 1000°C. Hann er svo járnríkur að hann verður málmkenndur þegar hann er brenndur við 1160°C. Brenndur sem glerungur við 1260°C er hann ekki fyllilega bráðinn en liturinn er áhugaverður; skær fjólublár og þurr litur.

Þessi leir er sannarlega einstakur að mörgu leyti. Það er til að mynda enginn leir sem rýrnar jafn mikið og leirinn frá Borgarfirði eystra, eða rúmlega 30%,“ segir hún.

Kolbrún stefnir á stóra sýningu árið 2022 með munum úr íslenskum leir. Komandi sumri ætlar hún að verja í að safna meiri leir. „Ég ætla að einbeita mér að Austurlandi og Vestfjörðum næsta sumar, sækja meiri leir og vinna tilraunir með mótun, brennslu og glerjun.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.