Landamerki Teigarhorns og Búlandsness staðfest

Hæstiréttur hefur staðfest ársgamlan dóm Héraðsdóm Austurlands um landamerki jarðanna Teigarhorns og Búlandsness í Djúpavogshreppi. Teigarhorn er í einkaeign en Djúpavogshreppur ræður Búlandsnesi. Eigendur á Teigarhorni hófu að girða við landamerki sem talin voru réttmæt, en Djúpavogshreppur fékk lögbann á framkvæmdina og lét dómtaka úrskurð um lögmæt landamerki. Bar landamerkjabréfum jarðanna þannig ekki saman. Dómur taldi landamerkjabréf Búlandsness gildara þar sem það er yngra og eru því landamerki staðfest samkvæmt því.

gamalt_kort.jpg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.