Skip to main content

Landamerki Teigarhorns og Búlandsness staðfest

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. jún 2009 16:02Uppfært 08. jan 2016 19:20

Hæstiréttur hefur staðfest ársgamlan dóm Héraðsdóm Austurlands um landamerki jarðanna Teigarhorns og Búlandsness í Djúpavogshreppi. Teigarhorn er í einkaeign en Djúpavogshreppur ræður Búlandsnesi. Eigendur á Teigarhorni hófu að girða við landamerki sem talin voru réttmæt, en Djúpavogshreppur fékk lögbann á framkvæmdina og lét dómtaka úrskurð um lögmæt landamerki. Bar landamerkjabréfum jarðanna þannig ekki saman. Dómur taldi landamerkjabréf Búlandsness gildara þar sem það er yngra og eru því landamerki staðfest samkvæmt því.

gamalt_kort.jpg

 

Hæstiréttur hefur staðfest ársgamlan dóm Héraðsdóm Austurlands um landamerki jarðanna Teigarhorns og Búlandsness í Djúpavogshreppi. Teigarhorn er í einkaeign en Djúpavogshreppur ræður Búlandsnesi. Eigendur á Teigarhorni hófu að girða við landamerki sem talin voru réttmæt, en Djúpavogshreppur fékk lögbann á framkvæmdina og lét dómtaka úrskurð um lögmæt landamerki. Bar landamerkjabréfum jarðanna þannig ekki saman. Dómur taldi landamerkjabréf Búlandsness gildara þar sem það er yngra og eru því landamerki staðfest samkvæmt því.

gamalt_kort.jpg