Kynning á skátastarfi í Selskógi

Skátafélagið Héraðsbúar verður með kvöldvöku í skátarjóðrinu í Selskógi á sunnudag kl. 17. Skátastarfið verður kynnt, nýir skátar vígðir og eldri skátar vígðir upp í eldri flokka. Auk þess verður sungið og farið í leiki. Héraðsbúar verða með skemmtiatriði. Gestir eru hvattir til að koma með teppi til að sitja á. Unnt er að nálgast skráningarblað fyrir ný börn sem vilja taka þátt í skátastarfinu hjá Þórdísi skátaforingja á kvöldvökunni. Þeir sem vilja koma að skátastarfinu með krökkunum eru jafnframt beðnir um að láta skátaforingjann vita.

vareldur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.