Kvöddu gesti með góðum gjöfum í Fjarðabyggð

Sex nemar og þrír kennarar frá Lettlandi gerðu góða ferð til Eskifjarðar fyrir skömmu en þar var fólkið að endurgjalda sams konar heimsókn nema og kennara úr Eskifjarðarskóla til Lettlands fyrir þremur árum síðan.

Gestirnir sem hér dvöldu í góðu yfirlæti í nokkra daga fengu að kynnast ýmsum hliðum mannlífsins hér austanlands. Þeir heimsóttu meðal annars Verkmenntaskóla Austurlands, skoðuðu bæði náttúrugripa- og sjóminjasafnið og fengu að kynnast ýmsum hliðum fiskeldis í boði Laxa Fiskeldis.

Þá fengu erlendu gestirnir að kynnast íslenskum matarhefðum en þeim var öllum boðið heim til eskfirskra fjölskyldna í mat meðan á dvöl þeirra stóð.

Klykkt var út með hófi í Eskifjarðarskóla þar sem Þóroddur Helgason, fræðslustjóri Fjarðabyggðar, afhenti þeim góðar gjafir í kveðjuskyni en þessi heimsókn sem og heimsókn Eskfirðinganna til Lettlands var styrkt af Nord Plus sjóðnum. Sá sjóður er hluti menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar og á að stuðla að samstarfi í menntun á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum.

Fræðslustjórinn að afhenda gjafirnar lokakvöldið áður en gestirnir héldu heim á leið á ný. Mynd Fjarðabyggð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.