Kvenfélagið á Reyðarfirði gefur blóðtökustól

Í síðustu viku færðu kvenfélagskonur á Reyðarfirði heilsugæslustöðinni þar nýjan blóðtökustól. Hafði þeim runnið til rifja óþægileg aðstaða sjúklinga við þessar óskemmtilegu heimsóknir. Nýi stóllinn er rafdrifinn og stillanlegur á alla vegu og stórbætir að sögn starfsfólks bæði aðstöðu sjúklinga og starfsmanna.

bltkustll_vefur.jpg

Á myndinni má sjá hjúkrunarfræðing gera sig líklega til að stinga kvenfélagskonu undir eftirliti annars starfsfólks og gesta.

Mynd og texti/www.hsa.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.