Skip to main content

Kvenfélagið á Reyðarfirði gefur blóðtökustól

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. apr 2009 08:56Uppfært 08. jan 2016 19:19

Í síðustu viku færðu kvenfélagskonur á Reyðarfirði heilsugæslustöðinni þar nýjan blóðtökustól. Hafði þeim runnið til rifja óþægileg aðstaða sjúklinga við þessar óskemmtilegu heimsóknir. Nýi stóllinn er rafdrifinn og stillanlegur á alla vegu og stórbætir að sögn starfsfólks bæði aðstöðu sjúklinga og starfsmanna.

bltkustll_vefur.jpg

Á myndinni má sjá hjúkrunarfræðing gera sig líklega til að stinga kvenfélagskonu undir eftirliti annars starfsfólks og gesta.

Mynd og texti/www.hsa.is