Óku hringinn á metanbíl

Einar Vilhjálmsson og Ómar Ragnarsson urðu um seinustu helgi fyrstir til að aka Hringveginn á bíl knúnum íslensku metani. Ferðin var farin á vegum fyrirtækisins N1 en markmiðið var að vekja athygli á möguleikunum sem felast í innlendri eldisneytisframleiðslu og metanbílum sem vistvænum og ódýrum valkosti í samgöngum.

 

ImageBíllinn var Ford Pick-Up sem nemendur Borgarholtsskóla breyttu í metanbíl. Íslenska metanið er framleitt úr hauggasi í Álfsnesi.
Félagarnir fóru úr borginni á föstudag og komu þangað aftur á sunnudag. Þeir stoppuðu við N1 stöðina á Egilsstöðum og ræddu við gesti. Þeir kíktu einnig í heimsókn til foreldra Einars sem búa á Egilsstöðum, en þar bjó Einar lengi sjálfur. Hann hefur sérstakan áhuga á metanvæðingu Íslands, enda markaðsstjóri Metan hf., og skrifar um hana á einarvill.blog.is/blog/einarvill/. Tíðindi og myndir úr ferðinni má skoða á fyrstirhringinn.blog.is.

Einar og Ómar fylla á tankinn á Egilsstöðum. Mynd: ESE

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.