Skip to main content

Kátir dagar á Þórshöfn

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. júl 2009 10:51Uppfært 08. jan 2016 19:20

Undirbúningur Kátra daga á Þórshöfn er nú í algleymingi. Meðal skemmtilegra dagskrárliða hátíðarinnar má nefna hagyrðingakvöld 17. júlí í Þórsveri. Þar leiða saman hesta sína þeir Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum, Pétur Pétursson á Akureyri, Jónas Friðrik Guðnason á Raufarhöfn og Árni Jónsson á Fremstafelli. Stjórnandi verður Birgir Sveinbjörnsson. Þá verður opnuð sýning tileinkuð lífi Drauma-Jóa í Sauðaneshúsi og flutt dagskrá af sama tilefni í Sauðaneskirkju 16. júlí.

Drauma-Jóa sýningin mun standa uppi í sumar í Sauðaneshúsi, en þar er opið alla daga frá kl. 11:00 - 17:00.

saudaneshus_jph.jpg

 

 

---

 

Mynd: Sauðaneshús, af vefsíðu Langanesbyggðar.