Ákærður fyrir manndráp af gáleysi

 Tæplega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot á Fáskrúðsfirði.

Fréttablaðið greinir frá því í dag að manninum sé gefið að sök að hafa aðfaranótt laugardagsins 16. maí síðastliðinn ekið bifreið undir áhrifum áfengis, án ökuréttinda og of hratt miðað við aðstæður. Hann missti stjórn á bifreiðinni í krappri beygju þannig að hún fór út af veginum og síðan margar veltur. Farþegi sem sat í aftursæti hennar hlaut það mikla áverka að hann lést nær samstundis. Sá sem ók hefur játað sök.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.