Skip to main content

Kæru HSA á hendur yfirlækni vísað frá

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. apr 2009 17:29Uppfært 08. jan 2016 19:19

Samkvæmt frétt mbl.is í dag hefur embætti ríkissaksóknara ákveðið að vísa kæru Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) á hendur Hannesi Sigmarssyni, yfirlækni við Heilsugæslu Fjarðabyggðar, frá. Hannesi var 12. febrúar síðastliðinn vikið tímabundið frá störfum vegna rannsóknar á reikningum frá honum. Eskfirðingar drógu í dag fána að húni til að fagna því að læknirinn hyggst snúa heim til starfa.

eskifjordur.jpg

Yfirstjórn HSA bað lögreglu heima í héraði að rannsaka mál Hannesar og sagði vinnulag og kostnað vegna starfa hans mjög á skjön við það sem tíðkaðist annars staðar innan stofnunarinnar. Lögregla vísaði málinu frá vegna ónógra sönnunargagna. Í kjölfarið var það sent ríkissaksóknara.

 

,,Hannes var ánægður með niðurstöðu ríkissaksóknara er fréttamaður mbl.is náði í hann í dag og segist hann stefna að því að mæta sem fyrst aftur til starfa. Hann segir að málið hafi tekið á og þá ekki síst fyrir fjölskyldu hans. Hann hefur starfað erlendis að undanförnu en geri ráð fyrir því að mæta fljótlega til starfa á ný á Austurlandi.

 

Að sögn Hannesar er niðurstaða ríkissaksóknara sú sama og  rannsóknarlögreglunnar á Austurlandi um að ekkert fyndist athugavert við störf hans og ekki væri grundvöllur fyrir kæru á hendur honum. Því hafi ríkissaksóknaraembættið ákveðið að fella málið niður.

 

Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA,  kannaðist ekki við að niðurstaða væri komin í málið þegar mbl.is hafði samband við hann í dag en hann hefur ekki fengið upplýsingar um slíkt frá embætti ríkissaksóknara.

 

Hjá embætti ríkissaksóknara fékkst það staðfest að bréf um niðurstöðu málsins hafi verið sent frá embættinu í dag án þess að upplýsingar væru gefnar um innihald þess,“ segir í frétt mbl.is.

 

Beðið er viðbragða frá yfirstjórn HSA.