Körfubolti: Höttur í 1. deild
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. júl 2009 15:27 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Karlalið Hattar í körfuknattleik heldur sæti sínu í 1. deild karla þrátt fyir að hafa átt að falla í vor.
Liðið varð næst neðst á seinustu leiktíð og taldist því fallið. ÍG, sem vann sér rétt til að fara upp úr 2. deid, afþakkaði boðið. Hetti var boðið sætið sem félagið þáði.Í dag var dregið í töfluröð deildarinnar, sem á að byrja 9. október. Hötur tekur á móti Ármanni í fyrsta leik en mætir síðan Þór á Akureyri. Önnur lið deidarinnar eru Haukar, Skallagrímur, KFÍ, Þór Þorlákshöfn, ÍA, Valur og Hrunamenn.