Kraftmikil Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi framundan

Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi verður sett á Egilsstöðum í 23. sinn, fimmtudaginn 24. júní. Eins og undanfarin ár fer hátíðin fram á þremur stöðum á Austurlandi. Fram koma listamenn bæði af svæðinu og annars staðar frá, eins og oft áður.

jasshatid.jpgDagskráin er sennilega léttari og poppaðri en áður og meðal þeirra sem fram koma eru Stefán Hilmarsson og stórhljómsveit sem flytja tónlist eftir Stevie Wonder. Einnig koma fram meðlimir JassSmiðju Austurlands og Tríó Matta Saarinen, en hátíðinni lýkur með tónleikum hljómsveitarinnar Todmobile.


Dagsskrá 23. Jazzhátíðar Egilsstaða á Austurlandi

Fimmtudagur 24. júní á Egilsstöðum og Seyðisfirði
Kl. 15.00 Setning JEA 2010 . Tónlist út um allan bæ á Egilsstöðum. Einar Bragi og Jón Hilmar verða á áberandi stöðum út um allan bæ og leika létta og skemmtilega tónlist.

Kl. 21.00 JazzSmiðja Austurlands. - Herðubreið, Seyðisfirði.
Ungir og efnilegir austfirskir tónlistarmenn FARVEL ásamt Einari Braga og Ernu Hrönn Ólafsdóttur. FARVEL skipa þeir Þorlákur Ágústsson á bassa, Orri Smárason á trommur og Jón Hilmar Kárason á  gítar.

Föstudagur 25. júní í Egilsbúð, Neskaupstað
Kl. 21.00 STEVIE WONDER TRIBUTE - Egilsbúð. Stefán Hilmarsson söngvari ásamt frábærum tónlistarmönnum flytur öll bestu lög þessa mikla snillings.

Laugardagur 26. júní í Valaskjálf, Egilsstöðum
Kl. 21.00 Matti Saarinen trio. En tríóið skipa þeir Matti Saarinen á  gítar, Halli Gulli á trommur og Stefán Ingólfs á bassa. Tríóið leikur frumsamda jazztónlist eftir gítarleikara sveitarinnar.
TODMOBILE - Eitt besta tónleikaband landsins mætir á JEA í fyrsta sinn. Átta manna hljómsveit með Andreu Gylfa og Þorvald Bjarna í broddi fylkingar.

Nánari upplýsingar veitir Jón Hilmar Kárason í 861 1894

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.