Kolmunnaskip á heimleið
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 31. mar 2009 13:04 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Íslensku kolmunnaskipin tíu, sem verið hafa á kolmunnaveiðum á Rockall-svæðinu vestur af Skotlandi, eru á heimleið og eru djúpt suður af landinu þessa stundina. Eftir þrálát óveður, sem komu í veg fyrir veiðar, skánaði veðrið fyrir nokkrum dögum, en síðan þá hefur enginn kolmunni fundist þannig að skipin eru á heimleið.
Fram undan er löng landlega hjá mörgum þeirra þar sem þau hafa ekki að öðrum veiðum að hverfa um þessar mundir. Annars eru fá skip á sjó umhverfis landið vegna óveðurs á miðunum. / visir.is