Kollaverkefni þorpsins

Þorpið hönnunarsamfélag á Austurlandi og Hús Handanna opnuðu í dag sýninguna Kollaverkefni Þorpsins.  Sýningin er afrakstur hönnuða og handverksmanna á kollaverkefni Þorpsins.

kollaverkefni_thorpsins1.jpgUnnið var út frá fyrirmynd af trékollum sem voru algengir á heimilum á siðustu öld.  Allir þátttakendur unnu út frá sama formi en höfðu frjálst val um efni og textílaðferð á setu.

22 pör hönnuða og handverksfólks eiga verk á sýningunni og 24 gripir eru til sýnis þar.  17 svokallaðir ömmukollar, 6 þorparar og 2 Egilsstaðakollar.

Svokallaðir Egilsstaðakollar voru framleiddir í Trésmiðju Kaupfélags Héraðsbúa á blómaskeiði hennar og voru vel þekktir á mörgum heimilum.  Auk þess að vera skylduverkefni til margra ára í smíðakennslu við Alþýðuskólann á Eiðum.

Egilsstaðakollurinn er kominn aftur í framleiðslu fyrir húsgagnaverslunina Epal, framleiddur hjá Sigurði Ólafssyni á Aðalbóli.  Kollurinn er einnig til sölu í Húsi Handanna á Egilsstöðum.kollaverkefni_thorpsins2.jpg

Fjölmenni var við opnun sýningarinnar í dag en sýningin verður opin í Húsi Handanna á Egilsstöðum næstu tvær vikurnar.  Hús Handanna er opið 10-18 vika daga og 12-16 laugardaga.kollaverkefni_thorpsins3.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.