Kolfreyjuprestakall auglýst

Biskup Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests í Kolfreyjustaðarprestakalli frá 1. september. Skipað verður í embættið til fimm ára.

 

Valnefnd velur sóknarprest en heimilt er að óska eftir því að almennar prestkosningar fari fram, eins og reglur kveða á um. Umsóknarfrestur er til 13. ágúst.
Embættinu fylgir prestsetrið Kolfreyjustaður. Jörðin er samt undanskilin og fylgir ekki embættinu. Stjórn prestsetra má semja um nytjar og umsjón með jörðinni við sóknarprest ef hann kýs. Embættinu fylgir prestbústaður á Fáskrúðsfirði.
Séra Þórey Guðmundsdóttir hætti í sumar, nokkuð óvænt og skyndilega, þar sem hún vildi einbeita sér að doktorsnámi sem hún byrjaði í seinasta haust.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.