Skip to main content

Kolfreyjuprestakall auglýst

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. júl 2009 13:00Uppfært 08. jan 2016 19:20

Biskup Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests í Kolfreyjustaðarprestakalli frá 1. september. Skipað verður í embættið til fimm ára.

 

Valnefnd velur sóknarprest en heimilt er að óska eftir því að almennar prestkosningar fari fram, eins og reglur kveða á um. Umsóknarfrestur er til 13. ágúst.
Embættinu fylgir prestsetrið Kolfreyjustaður. Jörðin er samt undanskilin og fylgir ekki embættinu. Stjórn prestsetra má semja um nytjar og umsjón með jörðinni við sóknarprest ef hann kýs. Embættinu fylgir prestbústaður á Fáskrúðsfirði.
Séra Þórey Guðmundsdóttir hætti í sumar, nokkuð óvænt og skyndilega, þar sem hún vildi einbeita sér að doktorsnámi sem hún byrjaði í seinasta haust.