Skip to main content

Klikkað skáld með djassívafi í Egilsstaðakirkju í kvöld

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. mar 2024 16:56Uppfært 01. mar 2024 17:02

Fyrsti mars  er mikilvæg dagsetning. Ekki vegna þess að þann dag kom út fyrsta símaskrá Íslands eða vegna þess að þann dag 1989 var fyrsta skipti hægt að kaupa bjór í landinu. Öllu frekar af því að þann dag, í kvöld nánar tiltekið, fer fram allra fyrsti viðburður nýstofnaðs Listunnendafélags Austurlands.

Ofangreint er ónákvæm tilvitnun í skrif aðalsprautu nýja félagsins, kórstjórans og organistans Sandors Kerekes, sem haft hefur veg og vanda af því að koma nýja félaginu á laggirnar. Umræddur fyrsti viðburður ekki af verri endanum en yfirskrift hans er Klikkaða skáldið. „Klikkaða skáldið“ í þessu tilfelli er Stefán Bogi Sveinsson sem ætlar að skemmta gestum með lestri úr sínum eigin verkum gegnum tíðina. Aukreitis stíga á stokk í kirkjunni úrval djasstónlistarmanna af Austurlandi undir heitinu Kjallbandið sem gæta þess að stemmningin haldist góð og ljúf frameftir kvöldi.

Allir velkomnir á þennan tímamótaviðburð hjá nýju félagi en uppákoman hefst stundvíslega klukkan 20 í Egilsstaðakirkju.