Klikkað skáld með djassívafi í Egilsstaðakirkju í kvöld

Fyrsti mars  er mikilvæg dagsetning. Ekki vegna þess að þann dag kom út fyrsta símaskrá Íslands eða vegna þess að þann dag 1989 var fyrsta skipti hægt að kaupa bjór í landinu. Öllu frekar af því að þann dag, í kvöld nánar tiltekið, fer fram allra fyrsti viðburður nýstofnaðs Listunnendafélags Austurlands.

Ofangreint er ónákvæm tilvitnun í skrif aðalsprautu nýja félagsins, kórstjórans og organistans Sandors Kerekes, sem haft hefur veg og vanda af því að koma nýja félaginu á laggirnar. Umræddur fyrsti viðburður ekki af verri endanum en yfirskrift hans er Klikkaða skáldið. „Klikkaða skáldið“ í þessu tilfelli er Stefán Bogi Sveinsson sem ætlar að skemmta gestum með lestri úr sínum eigin verkum gegnum tíðina. Aukreitis stíga á stokk í kirkjunni úrval djasstónlistarmanna af Austurlandi undir heitinu Kjallbandið sem gæta þess að stemmningin haldist góð og ljúf frameftir kvöldi.

Allir velkomnir á þennan tímamótaviðburð hjá nýju félagi en uppákoman hefst stundvíslega klukkan 20 í Egilsstaðakirkju. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.