Kjaraskerðingu hafnað: - opið bréf til ríkisstjórna Norðurlandanna

Formenn aðildarsamtaka Industrianställda i Norden, eða samtök starfsfólks í iðnaði á Norðurlöndunum, hafa birt opið bréf til ríkisstjórna landanna. Í bréfinu er m.a. hvatt til að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku.

afl.jpg

"Kreppan er fyrst og fremst kreppa vegna skorts á eftirspurn en ekki vegna hækkandi framleiðslukostnaðar í norrænum fyrirtækjum. Tilraun til að leysa kreppu með launalækkunum í einstökum fyrirtækjum mun aðeins gera illt verra fyrir samfélagið í heild sinni," segir í bréfinu.

Undir bréfið rita m.a. Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, og Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Í stjórn IN fyrir hönd íslensku sambandanna sitja Sverrir Mar Albertsson, AFL Starfsgreinafélagi og Hilmar Harðarson, formaður Félag Iðn-og tæknigreina.

 

Bréfið er birt á vef AFLs og má sjá hér: 

http://asa.is/images/stories/pdf%202009/opi_brf.pdf

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.