Kindurnar í aðalhlutverki en góð skemmtun skammt undan í Fljótsdal

„Það er alltof langt síðan að gamaldags réttarball fór fram og við ætlum svona að reyna að koma þessu á lappirnar aftur,“ Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir, skipuleggjandi Réttardagsins í Fljótsdal, sem fram fer á laugardaginn kemur.

Viðburðurinn er hluti af Ormsteitishátíðinni á Héraði sem hefst formlega á föstudaginn kemur og stendur linnulítið fram til 25. september.

Í Fljótsdal er mikið lagt í daginn og dagskrá sem hentar öllum að sögn Sigríðar en dagurinn hefst vitaskuld á rekstri úr safnhólfi klukkan 11 um morguninn.

„Kindurnar eru í aðalhlutverki en fjölda annarra viðburða í og við réttirnar. Það verða sölutjöld með varning og eitthvað matarkyns, Tónlistarskól Fellabæjar verður með atriði, það verður húsalestur og gamaldags glíma svo fátt sé nefnt. Þá erum við að reyna að koma saman risastórum krakkakór og það kominn ákveðinn kjarni af krökkum sem ætla að syngja með okkur þar. Þar mætir Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur á Reyðarfirði, með gítarinn sinn og það verður kátt á hjalla. Allir krakkar, tónelskir eða ekki eru mjög velkomin og þurfa bara að láta sjá sig við tjaldið við réttina. Svo hitar Danshljómsveit Friðjóns aðeins upp síðdegis áður en haldið verður alvöru réttarball um kvöldið. Ég lofa því að þetta verður spennandi fyrir alla.“

Melarétt fyrir tveimur árum síðan. Réttir árlegur viðburður en töluvert er liðið síðan alvöru réttarball fór fram í kjölfarið. Á því verður breyting á laugardaginn kemur. Mynd Fljótsdalshreppur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.