Kanna á sameiningarkosti

Kristján L. Möller, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, hefur kynnt stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þá hugmynd sína við Sambandið kannaðir verði sameiginlega mögulegir sameiningarkostir í hverjum landshluta sem síðar yrðu lagðar fyrir Alþingi í stað þeirrar hugmyndar að hækka lágmarksíbúafjölda úr 50 í 1.000.

slandskort.gif

Ráðherra fór yfir málið með Halldóri Halldórssyni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra þess, svo og þeim Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og Hermanni Sæmundssyni skrifstofustjóra.

 

Formaðurinn mun nú kynna viðhorf ráðherrans í stjórn sambandsins og í framhaldinu fara fram frekari umræður um leiðir til sameiningar sem lið í eflingu sveitarstjórnarstigsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.