Jón Björn vill leiða framsóknarmenn

Jón Björn Hákonarson, á Norðfirði, gefur kost á sér í 1. sæti B-lista, Framsóknarfélags Fjarðabyggðar, í komandi prófkjöri þann 13. mars næstkomandi.

 

jon_bjorn_hakonarson_web.jpgJón Björn Hákonarson er 37 ára gamall og starfar sem þjónustufulltrúi hjá Vátryggingafélagi Íslands. Hann er fæddur og uppalinn í Efri-Miðbæ í Norðfjarðarsveit.
Hann er giftur Hildi Völu Þorbergsdóttur grunnskólakennara og eiga þau tvö börn.

Jón Björn lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskóla Austurlands árið 1993 og stundaði nám í sagnfræði við Háskóla Íslands.

Síðastliðið kjörtímabil hefur Jón Björn verið varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Fjarðabyggðar ásamt því að gegna formennsku í menningarráði sveitarfélagsins frá 2006-2008 og mannvirkjanefnd frá 2008-2010. Þá er hann formaður skólanefndar Verkmenntaskóla Austurlands frá 2009. Meðal þeirra starfa fyrir sveitarfélagið og fyrirrennara þess sem Jón Björn hefur gengt er í fræðslunefnd Neskaupstaðar frá 1994 og svo fræðslunefnd Fjarðabyggðar frá 1998, þar af sem formaður frá 2003-2006. Í stjórn Markaðsstofu Austurlands 2000-2006, í stjórn Skólaskrifstofu Austurlands 2005-2006, í stjórn Kirkju-og menningarmiðstöðvarinnar á Eskifirði 2006-2008, í stjórn Menningarráðs Austurlands 2007-2009, ásamt setu í ýmsum starfshópum og nefndum fyrir sveitarfélagið Neskaupstað og síðar Fjarðabyggð. Þá hefur Jón Björn einnig gengt ýmsum störfum fyrir  félagasamtök um lengri eða skemmri tíma  s.s. björgunarsveitina Gerpir, hestamannafélagið Blæ og BRJÁN svo eitthvað sé nefnt ásamt því að gegna varaþingmennsku fyrir framsóknarflokkinn í norðausturkjördæmi kjörtímabilið 2007-2009 og tók sæti á Alþingi á árinu 2007.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.