Jólafriður í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á sunnudag

Jólatónleikarnir Jólafriður verða haldnir sunnudaginn 20. desember næstkomandi í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði og hefjast þeir kl. 20. Þeta er áttunda árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir en á þeim er flutt róleg og ljúf tónlist við kertaljós og reynt að skapa notalega stemmningu. Tónlistarstjóri er Daníel Arason.

violins.jpg

Tónleikarnir í ár verða með glæsilegra móti, til að mynda mun sex manna strengjasveit leika með ásamt þriggja manna blásarasveit. Þá verður hrynsveitin á sínum stað, gítar, bassi, trommur og píanó ásamt um það bil 15 manna kór.

Tónlistarmennirnir sem fram koma eru allir búsettir á Austurlandi eða ættaðir þaðan utan þrjá fiðluleikara og sellóleikara sem koma að norðan.

Aðgangseyrir er  2.000  kr., ókeypis fyrir grunnskólabörn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.