Jólaball og músík á Djúpavogi í vikulok

Djúpavogsbúar gera sér ýmislegt til dundurs á aðventunni og halda á föstudag opið jólaball og á laugardag tónleika, þar sem fluttar verða tónlistarperlur úr íslenskri tónlistarsögu, allt frá Villa Vill til Mugison.

tonleikar2009.jpg

Hótel Framtíð og Grunnskóli Djúpavogs ætla að halda sameiginlegt jólaball á hótelinu, föstudaginn 18. desember.  Ballið hefst klukkan 10:30 og því lýkur um klukkan 12:00. 
Hugmynd þessi kviknaði fyrir nokkrum árum og hefur nú verið ákeðið að koma henni í framkvæmd.  Allir íbúar eru boðnir velkomnir.  Nemendur grunnskólans, ásamt Berglindi og József leiða sönginn, lesin verða jólaljóð og jólasaga auk þess sem búið er að senda boðskort til jólasveinanna.  Vonast er  til þess að einhverjir þeirra gefi sér tíma til að kíkja í heimsókn með góðgæti í poka.  Hótelið býður gestum upp á kaffi, te og djús. 

 

Tónleikafélagið Ægir (áður Tónleikafélag Djúpavogs) heldur tónleika á Hótel Framtíð laugardaginn 19. des nk. kl. 21:00. Þemað í ár verður ,,Gott íslenskt" - nánar tiltekið tónlistarperlur úr íslenskri tónlistarsögu, allt frá Villa Vill til Mugison.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.