Jens Garðar vill fyrsta sætið í Fjarðabyggð

Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Fiskimiða ehf. og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, gefur kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. jens_gardar_helgason.jpgJens Garðar hefur setið í bæjarstjórn Fjarðabyggðar síðan 2006 og er varafulltrúi í bæjarráði. Hann situr í mannvirkjanefnd Fjarðabyggðar. Hann hefur ennfremur gengt formennsku í sjómannadagsráði Fjarðabyggðar síðast liðin ár.

Jens Garðar hefur í gegnum tíðina gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var í sjávarútvegsnefnd flokksins, sat í stjórn SUS fyrir Austurland í ríflega áratug, sat í stjórn FUS, Verði, á Akureyri, var formaður þess um tíma og sat einnig í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri. Jens Garðar var ennfremur formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Fjarðabyggð frá 2004 til 2006 og á sæti í flokksráði Sjálfstæðisflokksins.

Jens Garðar er 33 ára gamall, fæddur og uppalinn á Eskifirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MA og stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Jens Garðar hefur síðan árið 2000 rekið útflutningsfyrirtækið Fiskimið ehf. á Eskifirði sem flytur út fiskimjöl og lýsi.

Jens Garðar á þrjú börn, þau Heklu Björk 12 ára, Thor 6 ára og Vögg 4 ára.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.