Ísland á blað hjá Ferrari

„Hvað varðar stórkostlega náttúrufegurð þá voru staðir bæði í Noregi og á Íslandi þar sem ég trúði vart mínum eigin augum,“ segir Shahaf Galil, sem seint síðasta haust vakti athygli margra hérlendis fyrir að aka hringinn um Ísland á glæsilegum lágbotna Ferrari 458 Spider.

Austurfrétt fylgdist vel með ferðalaginu á sínum tíma þegar Ísraelinn ók um Íslands slóðir á 40 milljóna króna sportbílnum á þeim tíma þegar vetur konungur var farinn að gera vel vart við sig eins og lesa má meðal annars um hér og hér. Svo mjög var heppnin með Shahaf að Fjarðarheiðin var illfær venjulegum bifreiðum sólarhring áður en hann kom til Íslands með Norrænu og sólarhring eftir að hann fór brott á ný með ferjunni var heiðin ófær um tíma vegna snjóalaga.

Túr Shahaf hér á landi var aðeins einn angi af alls 40 þúsund kílómetra ferðalagi um Norðurlönd öll og fregnir af þessari fræknu för hans náðu eyrum fleiri blaðamanna en á Austurfrétt. Grein um þvæling Shahaf birtist í glænýju hefti sérstaks tímarits sem Ferrari gefur út og lesa má úrdrátt úr hér á vef Ferrari auk þess sem för hans er gerð skil á sérstakri sjónvarpsstöð þessa sögufræga bílaframleiðanda.

Mynd: Shahaf Galil

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.