Skip to main content

Icesave mótmælt á Egilsstöðum á morgun

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. júl 2009 22:40Uppfært 08. jan 2016 19:20

Boðað hefur verið til mótmæla gegn ríkisábyrgð á Icesave samningnum á morgun, föstudag, klukkan 14:00 fyrir utan sýsluskrifstofuna á Egilsstöðum.

 

Image„Þetta er gríðarlega mikilvægt að sýna fram á að okkur er ekki sama hvað gerist á Alþingi,“ segir í tölvupósti sem Austurglugganum barst í kvöld.
Tökum okkur frí í vinnu ef þörf er á, því við verðum að sýna að við látum okkur þetta varða, það hefur aldrei í sögu þjóðarinnar verið fjallað um jafn mikilvægt mál og þetta síðan Ísland varð fullvalda ríki. Fínt er að mæta með kökudunka og prik, en sýnum fyrirmyndar framkomu gagnvart öllu og öllum.“