Áhyggjur af Norðfjarðarflugvelli

Unnið er að samkomulagi milli Flugstoða og sveitarfélagsins Fjarðabyggðar um rekstur Norðfjarðarflugvallar.  Þjónustusamningur milli þessara tveggja aðila er útrunninn og hafa flugstjórar sjúkraflugs hjá Mýflugi tjáð áhyggjur af ástandi vallarins til heilbrigðis- og samgönguráðuneytis með bréfi.

flugstoir.jpg

Flugstjórarnir segja að lent hafi verið fjörtíu sinnum á vellinum í fyrra og og séu þá ótalin nærfellt helmingi fleiri útköll sem beina hafi þurft til Egilsstaða vegna ástands vallarins eða veðurs. Gríðarlega mikilvægt sé að völlurinn og rekstur hans verði tryggðir fyrir veturinn m.t.t. þjónustu við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Flugstoðir segja að unnið verði að viðhaldi á vellinum nú í haust.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.