Áhyggjur af gróðurbrunum á Héraði

Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum á Héraði, segist hafa sívaxandi áhyggjur af gróðurbrunum á Héraði. Slökkvilið hefur seinustu tvær vikur verið kallað tvisvar út vegna sinubruna á svæðinu.

 

ImageUm hektari skóglendis brann í sinubruna í Víðivallagerði í Fljótsdal á föstudag. Verið var að brenna rusli þegar eldurinn læsti sig í þurrt grasið fyrir ofan og stefndi upp fjallið. Það hefti útbreiðslu eldsins að veður var stillt og svæðið afmarkað af vegi, læk, skriðu og mel. Slökkviliðið var kallað út klukkan 12:29 og var komið á staðinn um hálftíma síðar. Innan við klukkustund tók að ráða niðurlögum eldsins. Minni tré fóru verst út úr eldinum og fura verr en lerki.

Í samræðum við heimamenn eftir að slökkvistörfum lauk lýsti slökkvistjórinn, Baldur Pálsson, áhyggjum sínum af sívaxandi gróðurbrunum á Héraði. Á svæðinu sé vaxandi skógrækt og einhver þurrasta veðrátta landsins. Öll slökkvilið Austurlands voru í viðbragðsstöðu, hefði gengið illa að ráða við eldinn, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar sem er með sérstakan búnað til að glíma við slíka bruna.

Baldur sagðist vilja halda fund með heimamönnum sem fyrst til að ræða viðbrögð við hugsanlegum gróðurbrunum, en hjá Suðurlandsskógum er til dæmis til staðar viðbragðsáætlun. Áður en slökkvilið mætti á staðinn á föstudag voru nágrannar mættir með haugsugur til að berjast við eldinn. Baldur lýsti þeim sem mjög öflugum tækjum, ekki síst vegna þess að heimamenn þekktu svæðin og slóða á þeim sem gerðu mönnum betur kleift að komast að erfiðum stöðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.