Skip to main content

Husky-hundar í Höfðavík

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. júl 2009 13:25Uppfært 08. jan 2016 19:20

Um næstu helgi verður haldið fyrsta Icehuskymótið (landsmót eigenda Husky-hunda) í Höfðavík í Hallormsstaðarskógi. Hjördís Hilmarsdóttir segir þetta eiga að verða árvissan viðburð, en mót verði haldin til skiptis í öllum landsfjórðungum. Búist er við um fimmtíu manns með á milli 20 og 30 hunda og verður reist tjaldborg í Höfðavíkinni.

husky2.jpg

 

Hjördís segist viss um að landsmótið verði afar líflegt. Dagskrá hefjist á laugardag með göngu upp að Hengifossi í Fljótsdal og að því búnu, um kl. 14, hefjast hundakeppnir og ýmis skemmtilegheit.

Fólk er velkomið að koma og horfa á leikina/keppnirnar, en er beðið um að koma ekki með hunda með sér, svo allt fari ekki í háaloft hjá Husky-hundunum.

  

,,Þetta er samstilltur hópur huskyeigenda sem þarna hittist og við ætlum til dæmis að keppa í reipitogi hunda, en þá eru hundarnir settir í beisli og hvattir áfram,“ segir Hjördís.  ,,Einnig er tímataka í spretthlaupi hunda. Um kvöldið verður grillað saman, varðeldur kveiktur og efnt til kvöldvöku, þar sem eitthvað verður sprellað.“