„Hugmyndafræðin í stíl við gönguvikuna okkar vinsælu“

Austurland Freeride Festival er nýtt ný fjallaskíða - og brettahátið sem hefst á morgun, fimmtudagin 27. febrúar og steldur til sunnudagsins 1. mars. Fjölbreyttir viðburðir eru í boði en aðalviðburðurinn, Skörðin tvö, eru aðeins fyrir vant fjallaskíðafólk.„Við vorum nokkrir aðilar úr ferðaþjónustunni hér fyrir Austan sem langaði að fara stað með svona vetrarhátíð og erum nú að gera þetta í samstarfi við Fjarðabyggð,“ segir Sævar Guðjónsson verkefnastjóri hjá Austurland Freeride Festilval

Hann segir hugmyndafræðina vera í stíl við gönguvikuna sem haldin er á hverju sumri og er einnig gerð út frá Eskifirði.

„Eins og með hana og fjallaskíðahátíðina þá er blanda af “Action” og svo minni viðburðum sem og kvöldskemmtunum. Við vitum auðvitað að svæðið er frábært fyrir fjallaskíðamennsku og er þannig sér vannýtt.“

Sævar segir að aðalviðburðirnir séu fyrir fólk sem vant að fara á fjallaskíði en það er svo sem hægt að segja að allir geta tekið þátt í einhverjum af viðuburðunum.

„Við erum til dæmis með fjallskíðanámskeið fyrir byrjendur, allir geta prufa það. Gott fyrir þá sem byrja í þessu. Kennari þar verður hann Jón Gauti sem er hundvanur skíðakappi.“

Veðrið getur alltaf sett strik í reikninginn og segir Sævar að þau séu auðvitað viðbúin því. „Við erum háð veðrinu en ætlum að keyra dagskránna en við kannski þurfum við aðlaga okkur eftir veðrinu og færa til viðburði.“

Þetta hefur ekki verið haldið áður og er í raun tilraunastarfsemi segir Sævar. „Við ætlum að læra af þessari fyrstu hátíð.

Svo má ekki gleyma því að það verður ekki bara farið á skíði heldur er margt annað í boði eins og skíðabíó, skíðabúnaðarkynningar, Beljandi verður með bjórkynningu, Júróvisjón partý, tónleika með Matta Matt á laugardagskvöldinu og að ógleymdu hinu klassíska „Après Ski“ sem gæti útleggst sem eftirskíðapartý sem er bráðnauðsynlegur fylgihlutur skíðamennsku.

Á facebook síðu hátíðarinnar má sjá nánari dagskrá yfir viðburðina sem eru í boði.

 

Fjallaskíðakappar takast á við náttúruna. Myndin er aðsend.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.