Hreppurinn rekinn með hagnaði
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 12. jún 2009 11:55 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Rekstur Borgarfjarðarhrepps var jákvæður um 14 milljónir króna árið 2008. Sveitarstjórn samþykkti ársreikninga hreppsins í vikunni.
Rekstrartekjur námu 99 milljónum og rekstrartekjur A-hluta voru þar af 97 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða A-hluta skilaði 25 milljóna króna rekstarafgangi en B-hluti sveitasjóðs var rekinn með um 11 milljóna króna tapi.
Sveitarstjórn lét bóka að í ljósi slæmrar rekstrarafkomu B-hluta sveitarfélagsins hafi verið ákveðið að A-hluti sveitarsjóðs legði B-hluta til 11,7 milljónir króna en rekstrarhallinn sé að meginhluta tilkominn vegna hækkunar verðbóta á fasteignalánum félagslegra íbúða.
Eigið fé sveitafélagsins í árslok 2008 nam 156 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi A- og B hluta en eigið fé A-hluta nam 190 milljónum króna.