Hrapalleg mistök í Gettu betur

Davíð Þór Jónssyni, tengdasyni Fljótsdalshéraðs og dómara í Gettu betur, urðu á hrapalleg mistök í úrslitakeppninni í kvöld.

 

Í seinustu spurningunni, þríþrautunni, var spurt um Skriðuklaustur, heimili Gunnars Gunnarssonar skálds og í hvaða sveitarfélagi það væri. Hvorugt liðanna, MH né MR sem vann, svöruðu rétt. Davíð Þór sagði rétt svar vera að Skriðuklaustur væri í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði en rétt er að það er í Fljótsdalshrepp.„Þetta er synd og skömm,“ sagði Ingi Valur Valgarðsson, íbúi í Fljótsdal. Reikna má með kröftugum mótmælum Fljótsdælinga vegna málsins, sem lýstu vonbrigðum sínum með fáfræði dómarans í samtali við Austurgluggann í kvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.