Hrapalleg mistök í Gettu betur
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. apr 2009 21:04 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Davíð Þór Jónssyni, tengdasyni Fljótsdalshéraðs og dómara í Gettu betur, urðu á hrapalleg mistök í úrslitakeppninni í kvöld.
Í seinustu spurningunni, þríþrautunni, var spurt um Skriðuklaustur,
heimili Gunnars Gunnarssonar skálds og í hvaða sveitarfélagi það væri.
Hvorugt liðanna, MH né MR sem vann, svöruðu rétt. Davíð Þór sagði rétt
svar vera að Skriðuklaustur væri í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði en
rétt er að það er í Fljótsdalshrepp.„Þetta er synd og skömm,“
sagði Ingi Valur Valgarðsson, íbúi í Fljótsdal. Reikna má með kröftugum
mótmælum Fljótsdælinga vegna málsins, sem lýstu vonbrigðum sínum með
fáfræði dómarans í samtali við Austurgluggann í kvöld.