Horfur í atvinnumálum á Fljótsdalshéraði

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 16.09. sl. var fjallað um atvinnumál á svæðinu og horfurnar á komandi mánuðum. Þórarinn Sveinsson atvinnufulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur undanfarnar vikur haft samband við marga forsvarsmenn atvinnufyrirtækja í sveitarfélaginu og kannað stöðuna.

Í framhaldi af þeirri vinnu og umræðu í bæjarráði um málið, bókaði bæjarstjórn eftirfarandi.

 

,,Eins og nú horfir er mikil óvissa um flest mál á Íslandi.  Það á ekki síst við um allar verklegar framkvæmdir, byggingariðnað, jarðvinnslu, vegagerð og skylda starfssemi. Þar er skuldsetning í erlendum lánum að kollkeyra rótgróin fyrirtæki og verkefnastaðan og framtíðin verulega óljós. Nauðsynlegt er að allir leggist á eitt og leiti leiða til að minnka óvissu og koma verkefnum af stað.

Næg verkefni eru fyrirliggjandi og með sameiginlegu átaki, réttri fjármögnun og öguðum vinnubrögðum er það trú bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs að hægt sé að endurreisa þennan hluta atvinnulífsins á nýja leik.

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað vill leggja sitt af mörkum og leita allra leiða til þess að forða því að heil undirstöðuatvinnugrein leggist af eða hverfi úr landi.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs mun hið allra fyrsta, kalla eftir samráði hjá stoðstofnunum, atvinnulífinu og nágrannasveitarfélögum og boða ríkisvaldið og þingmenn, fulltrúa fjármálastofnana og aðila vinnumarkaðarins til fundar um aðgerðir á Fljótsdalshéraði og Austurlandi.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.