Hollvinasamtök Heilsugæslu Fjarðabyggðar stofnuð

Sunnudaginn 26. apríl voru stofnuð Hollvinasamtök Heilsugæslunnar í Fjarðabyggð. Stofnfundurinn var haldinn í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði og var mjög vel sóttur. Í frétt um stofnun samtakanna á vefnum www.hsa.is má lesa að í stofnskrá komi fram að samtökunum sé ætlað að auka tengsl almennings við heilsugæsluna og efla hag hennar, meðal annars með fjárhagslegum og siðferðilegum stuðningi og aukinni kynningu út á við. Formaður samtakanna er Björn Grétar Sveinsson. Samtökin hafa sett upp vefsíðuna www.hollvinir.123.is.

valdimar_hermannsson_hannes_sigmarsson_vefur.jpg

 

 

Mynd: Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri FSN og Hannes Sigmarsson, yfirlæknir Heilsugæslu Fjarðabyggðar, ræðast við eftir stofnfundinn./ET

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.