Hollvinasamtök Heilsugæslu Fjarðabyggðar stofnuð
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 26. apr 2009 10:01 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Sunnudaginn 26. apríl voru stofnuð Hollvinasamtök Heilsugæslunnar í Fjarðabyggð. Stofnfundurinn var haldinn í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði og var mjög vel sóttur. Í frétt um stofnun samtakanna á vefnum www.hsa.is má lesa að í stofnskrá komi fram að samtökunum sé ætlað að auka tengsl almennings við heilsugæsluna og efla hag hennar, meðal annars með fjárhagslegum og siðferðilegum stuðningi og aukinni kynningu út á við. Formaður samtakanna er Björn Grétar Sveinsson. Samtökin hafa sett upp vefsíðuna www.hollvinir.123.is.
Mynd: Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri FSN og Hannes Sigmarsson, yfirlæknir Heilsugæslu Fjarðabyggðar, ræðast við eftir stofnfundinn./ET