Hákon Á Hreindýraslóðum

Rúmlega 150 manns mættu á útgáfuhátíð í tilefni 75 ára afmælis Hákonar Aðalsteinssonar, Á Hreindýraslóðum í gærkvöldi.

hakon_a_hreindyraslodum.jpgÍ gær þann 13. júlí voru liðin 75 ár frá fæðingu skáldsins og skógarbóndans Hákonar Aðalsteinssonar frá Vaðbrekku, afmælisins var minnst með útgáfuhátíð Á Hreindýraslóðum Skjöldólfsstöðum. Í tilefni dagsins kom út úrval ljóða Hákonar, bókin Fjallaþytur sem hefur að geyma heildarsafn ljóða og lausavísna Hákonar.

Kveikt var uppí Hákonarstofu og sagðar sögur frá klukkan 18:00. Hátíðin hófst síðan klukkan 20:00.  og helstu dagskráratriði voru, eftir að  Aðalsteinn Ingi Jónsson vert Á Hreindýraslóðum hafði sett hátíðina.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson, minnist Hákonar og sagði frá útgáfu bókarinnar sem hann ritstýrði ásamt Aðalsteini Aðalsteinssyni bróður sínum, sem las ljóð eftir Hákon.


Þórarinn Eldjárn skáld, sem skrifar formála að bókinni flutti hátíðarræðu. Börn Hákonar, Jóhann, Aðalsteinn, Inga Birna og Þórveig fóru með ljóð eftir föður sinn.

Ómar Ragnarsson ásamt hagyrðingunum, Friðrik Steingrímssyni, Andrési Björnssyni, Snorra Aðalsteinssyni og Þórarni Eldjárn sem hljóp í skarðið fyrir Hjálmar Jónsson, létu fjúka í kviðlingum í anda Hákonar.

Jón Arngrímsson kynnti nýjan disk með eigin lögum og annarra við ljóð Hákonar og flutti nokkur lög af honum ásamt Örnu Chrisiansen, Valgeir Skúlasyni og Hafþóri Val Guðjónssyni.

Áslaug Sigurgestsdóttir söng, að minnstakosti 15 ára gamalt lag, Sigurbjargar Ólafsdóttir við Vorljóð Hákonar en Vorljóðið var á sínum tíma ort undir laginu ,,Úr fimmtíu senta glasinu".

Einar Bragi Bragason flutti eigin lög af áður útgefnum diski sem nefnist Skuggar við ljóð Hákonar, ásamt Jóni Arngrímssyni og söngkonunni Margréti Dögg Guðgeirsdóttir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.