Hjálparstarfsmessa og fjáröflun

Messa tileinkuð hjálparstarfi verður í Egilsstaðakirkju á morgun, sunnudag, kl. 14. Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, predikar. Um er að ræða sameiginlega guðsþjónustu safnaða á Fljótsdalshéraði. Prestar á Héraði þjóna fyrir altari og fermingarbörn í sóknunum eru hvött til þátttöku ásamt forráðamönnum.

egilsstaakirkja.jpg

Allir eru hjartanlega velkomnir til kirkju og eftir messu sjá krakkarnir í í æskulýðsfélaginu BÍBÍ um vöfflukaffi í safnaðarheimilinu, Hörgsási 4.

Fermingarbörn um allt land ganga í hús í sínum heimabæjum dagana 9. og 10. nóvember næst komandi og safna fé fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. Tökum vel á móti krökkunum þegar þeir koma til okkar!

 

Prestar á Héraði

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.