Hjólað í vinnuna

Í  dag hefst fyrirtækjakeppnin "hjólað í vinnuna" og stendur í 20 daga. Einu gildir hvort fólk hjólar, skokkar, gengur eða notar línuskauta, allir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendur.

hjla.jpg

 

Þeir sem taka strætó skrá vegalengdina sem þeir ganga til og frá stoppistöð. Fyrir keppninni stendur fræðslu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, kallað Ísland á iði.

Meginmarkmiðið er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.  Fyrirtækin keppa bæði um þátttökudaga og kílómetrafjölda. Í verðlaun eru skildir fyrir efstu þrjú sætin í hverjum fyrirtækjaflokki.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.