Hjólað í vinnuna
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 06. maí 2009 10:28 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Í dag hefst fyrirtækjakeppnin "hjólað í vinnuna" og stendur í 20 daga. Einu gildir hvort fólk hjólar, skokkar, gengur eða notar línuskauta, allir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendur.
Þeir sem taka strætó skrá vegalengdina sem þeir ganga til og frá stoppistöð. Fyrir keppninni stendur fræðslu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, kallað Ísland á iði.
Meginmarkmiðið er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Fyrirtækin keppa bæði um þátttökudaga og kílómetrafjölda. Í verðlaun eru skildir fyrir efstu þrjú sætin í hverjum fyrirtækjaflokki.