Helmingur nemenda veikur

Líklegt þykir að H1N1-flensan herji nú á nemendur Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Þar hefur verið tilkynnt um veikindi fimmtíu nemenda og á að taka sýni hjá þeim til að grafast fyrir um hvort þetta er H1N1-flensan eða önnur pest. 101 nemandi er við skólann og því helmingur þeirra veikur.

Á Breiðdalsvík eru þrettán nemendur skráðir veikir, eða um helft nemenda og er þar einnig grunur um H1N1 smit.

flu.jpg

Á vefnum influensa.is má finna upplýsingar um einkenni og æskileg viðbrögð vegna H1N1-flensu. Fyrstu skammtar af bóluefni gegn flensunni koma til landsins á fimmtudag. 300 þúsund skammtar voru keyptir, en búist er við að um helmingur landsmanna geti smitast.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.