Helgin: Haustroði og bleik messa

Nóg verður um að vera í Herðubreið í dag því Haustroði hefst þar með málverkasýningunni Veröld eftir Rúnar Loft Sveinsson verður opnuð í dag en tónlistarmaðurinn landskunni KK verður einnig með tónleika þar í kvöld. 

 

Síðustu mánuði hefur Rúnar Loftur Sveinsson verið að mála landslagsmálverk. Sýningin er hluti af Haustroða. Verkin eru unnin eftir sérstakri aðferðafræði sem bandaríski málarinn Bob Ross notaði og gerði fræga. En hann er þekktastur fyrir sjónvarpsþátt sinn The Joy of Painting. 

Fram kemur í fréttatilkynningu að þessi aðferð felur í sér að málað er með olíulitum beint á grunninn í einni lotu, án þess að málningin þorni á milli, auk þess sem notast er við ýmsa pensla og spaða til að búa til fjöll, gróður og vatn. Auk landslagsverkana eru til sýnis nokkur eldri verk, máluð með frjálsri aðferð. Öll verkin eru til sölu.

KK og Gaukur

Tónleikar KK í Herðubreið hefjast í kvöld klukkan 20:30. Þeir eru einnig hluti af dagskrá Haustroða. Hann verður ekki einn á ferð því tónlistarmaðurinn Gaukur verður með honum. KK er landsþekktur og tónlist hans en færri þekkja Gauk. Hann hefur meðal annars verið spila með Kaleo undanfarið. KK mun vígja nýja gítarinn sinn, forláta Collings gítarinn frá Texas en Gaukur mun spila á slide gítar eða Hawaii gítar eins og það er stundum kallað.  

Heildardagskrá Haustroða má finna inn á facebook síðu þeirra. 

Bleik messa og fleirra

Bleik Messa í Egilsstaðakirkju verður síðan haldin á sunnudagskvöld kl. 20:00. Messan verður í léttum dúr en með alvarlegum undirtóni. Kvöldstundin verður helguð árvekniátaki gegn krabbameini. Sóley Guðmundsdóttir segir frá baráttu sinni við þennan vágest.

Ekki má gleyma Tæknideginum sem verður húsnæði Verkmenntaskóla Austurlands á morgun, laugardag, 5. október. Dagskráin hefst kl. 12:00 og verður nóg í boði fyrir alla fjölskylduna.

Á sunnudaginn 6. október verður reisugil í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvafirði. Verið er að opna nýtt hljóðver, Stúdíó Síló. Hefst gleðin klukkan 13:00 og verður boðið upp á veitingar og tónlistaratriði. 

 

Listamaðurinn Rúnar Loftur Sveinsson. Mynd úr einkasafni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.