Heldur ótrauð sínu striki með USS bar og bistró á Vopnafirði

Það engan bilbug að finna á Selju Janthong, rekstraraðila asíska veitingastaðarins USS á Vopnafirði, sem ætlar sér að halda staðnum opnum áfram eins og hægt verður út árið.

Það fjarri því sjálfgefið því rekstur velflestra veitingahúsa er oftar en ekki erfiður hvar sem staðurinn er og þungur sérstaklega yfir vetrarmánuðina í fámennum bæjarkjörnum á landsbyggðinni þar sem ferðamenn eru sjaldséðir. Lítið hjálpar til þegar stór vinnustaður í bænum að haustlagi hættir starfsemi eins og raunin varð nýlega með endanlegri lokun Sláturhúss Vopnfirðinga.

Selja viðurkennir fúslega að veturinn hafi verið erfiður rekstrarlega á USS en hann er staðsettur á einum allra besta stað í bænum á jarðhæð hins fornfræga húss Kaupvangs. Hún ætlar samt ekki að leggja árar í bát í samtali við Austurfrétt.

„Veturinn vissulega búinn að vera rólegur og erfiður því miður en ég er að reyna mitt besta að halda þessu gangandi og veit sem er að góður kafli er framundan með hækkandi sól. Eins og þetta er núna er ég að taka svona einn dag í einu, vona það besta og treysti á að samfélagið hér taki þátt.“

Selja hefur gælt við um tíma að með öllum þeim fögru og merkilegu stöðum sem á Vopnafirði og svæðinu í kring finnast mætti hugsanlega draga enn fleiri ferðamenn til bæjarins en ella ef þeir vissu af góðum veitingastað á staðnum. Hún finnur glöggt að það er markaður fyrir asískan veitingastað á Vopnafirði og töluverður fjöldi matarunnenda hafi frá opnun gert sér sérferð til að prófa veitingarnar.

En þetta er flókið því að við erum ekki í alfararleið og við þurfum öll að gera betur að leita leiða til að draga ferðafólkið meira inn í Vopnafjörðinn, fá þá til að stoppa og njóta. Hér er mjög fallegt, mikið af fallegum fossum og gönguleiðum og sundlaugin okkar stendur sannarlega alltaf fyrir sínu. En meira þarf þó til.

Selja hyggst með vorinu reyna enn betur að koma USS á framfæri og eitt skref til þess verður að bjóða upp á ýmis konar hlaðborð og sérstaka viðburði þegar komið verður inn í sumarið.

Selja í eldhúsinu á USS bar og bistró. Ekki þarf að leita mikið á samfélagsmiðlum til að sjá að staðurinn fær toppeinkunnir víðast hvar sem leitað er fanga. Mynd AE

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.