Heimilt að veiða 1272 hreindýr

Hreindýraveiðimenn fá að fella 1272 dýr á komandi veiðitímabili, 860 kýr og 412 tarfa. Þetta eru heldur færri dýr en leyft var að veiða í fyrra. Veiðikvóti ársins var gefinn út í vikunni.

 

ImageFlest dýr má veiða á svæðum 1 og 2 eða 642. Þar eru leyfin líka dýrust. Tarfar á svæðunum kosta 125 þúsund krónur en kýr 70 þúsund. Á öðrum svæðum kosta tarfarnir 90 þúsund krónur en kýrnar 50 þúsund.

Á svæði 3 má veiða 70 dýr, 40 á svæði 4, 130 á svæði 5, 37 dýr á svæði 6, 175 dýr á svæði 7, 126 stykki á svæði átta og á svæði níu má fella 42 dýr.

Í fyrra var leyfilegt að veiða 1333 dýr en 1319 náðust. Mikil þoka á svæðinu drjúgan hluta veiðitímabilsins tafði fyrir veiðimönnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.