Hanna Elísa áfram
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. mar 2009 14:22 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, frá Teigarhorni í Berufirði, er komin áfram í tíu manna úrslit Idol-Stjörnuleitar á föstudagskvöld.
Hanna Elísa var meðal tíu kvenna í fyrri riðli keppninnar en fimm fóru áfram í aðalkeppnina. Hún söng lagið Fæ aldrei nóg með Todmobile. Djúpavogsbúar og nærsveitarmenn söfnuðust saman á Hótel Framtíð og fylgdust með útsendingunni á breiðtjaldi. Berglind Ósk Guðgeirsdóttir, frá Reyðarfirði, komst ekki áfram en hún söng lagið Ferjumaðurinn með Mannakorni.Næsta föstudagskvöld keppa tíu strákar um seinni fimm sætin í aðalúrslitunum. Í þeim hópi er Eskfirðingurinn Sigurður Magnús Þorbergsson.