Handbrögðin við hleðslu kennd í Hjarðarhaga

fornverkaskolinn.jpg
Námskeið í torf- og grjóthleðslu var nýverið haldið í Hjarðarhaga á Jökuldal. Nemendur voru átta, flestir af Austurlandi en sú sem kom lengst að var frá Frakklandi. 

Verkefni námskeiðsins var að gera við fjárhús sem standa í túnjaðrinum við Hringveginn. 
 
Verkið gekk vel og á fjórum dögum náðist að klára viðgerðir á grjót- og torfveggjum, smíða grind í húsið og setja á þak. Einnig eru viðgerðir langt komnar á hlöðu sem áföst er fjárhúsinu. Húsin eru nokkuð stór með einum garða og eru veggir hlaðnir úr grjóti og hnausum, hrís er á þaki og torf ofan á. 
 
Húsin eru almenningi til sýnis og öllum velkomið að staldra við og skoða.  

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.