Hallur í Bloodgroup: Menn í lögguleik sem leiddist í vinnunni

lunga_tonleikar_0010_web.jpgHallur Kristján Jónsson og félagar í austfirsku hljómsveitinni Bloodgroup voru stöðvaðir af þýskum lögreglumönnum í vikunni. Leitað var í hljómsveitarrútunni að fíkniefnum og vopnum.

 

„Ég held að þessum mönnum hafi leiðst í vinnunni. Þeir voru í einhverjum lögguleik,“ sagði Hallur í samtali við Síðdegisútvarp Rásar 2 í dag. Hallur og Ragnar bróðir hans koma frá Egilsstöðum og eru ásamt öðrum meðlimum hljómsveitarinnar í fjörutíu daga tónleikaferðalagi um Evrópu.

Óeinkennisklæddir lögregluþjónar stöðvuðu þá skammt utan við Frankfurt fyrir fyrstu tónleikana. Hallur segir síma, vegabréf og tölvur ferðalanganna hafa verið gerðar upptækar og þeim haldið í tvo tíma án þess að vita hvað væri í gangi. „Enskukunnátta þeirra var ekki góð.“

Hljómsveitin er núna á Spáni á áttunda degi ferðalagsins af fjörutíu. Sveitin hefur þegar komið fram í Þýskalandi, París og á Spáni. Í dag er hún í fríi en spilar á morgun í Oporto í Portúgal. „Við höfum verið að spila á meðalstórum klúbbum. Ferðin hefur gengið vel og uppselt á marga tónleikanna.“

Bloodgroup á sviði á LungA 2010. Mynd: GG

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.