Halda hönnunarsmiðju fyrir handverksfólk í Fljótsdal

„Markmiðið með þessari hönnunarsmiðju er að draga fram sérstöðu austfirsks þjóðararfs með því að skapa vettvang fyrir listafólk til að þróa hugmyndir að listmunum sem byggja á sögum menningu eða náttúru Fljótsdals,“ segir Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri Fagrar framtíðar i Fljótsdal.

Sérstök hönnunarsmiðja í tengslum við minjagripagerð fer fram í byrjun næsta mánaðar en þar er um tveggja daga viðburð að ræða með þátttöku fjölda aðila eins og fulltrúum frá Þjóðminjasafninu, Minjasafni Austurlands, Handverki og hönnun og Húsi handanna. Auk Fagrar framtíðar stendur Droplaug hið Fljótsdælzka handverksfjelag fyrir herlegheitunum.

Ásdís segir mikilvægt að áhugasamir móti sér hugmyndir og hefji undirbúning áður en smiðjan hefst í næsta mánuði sökum þess að smiðjan sjálf stendur aðeins yfir í tvo daga, frá föstudegi til laugardags.

„Afraksturinn verður vonandi vel mótaðar hugmyndir að gripum sem raunhæft er að fjöldaframleiða og eða vinna sem einstaka vöru með tengsl við svæðið.“

Fljótsdalshreppur hyggst verðlauna bestu gripina eða hugmyndirnar að smiðjunni lokinni.

Fjöldi sérfræðinga leggja áhugasömu handverksfólki lið í byrjun næsta mánaðar í hönnunarsmiðju sem er hluti af verkefninu Fögur framtíð í Fljótsdal. Mynd Þjóðminjasafn Íslands

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.