Hagsmunasamtök ungra tal- og málhamlaðra

Í undirbúningi er stofnun hagsmunasamtaka í þágu barna og unglinga með tal- og málhömlun. Í undirbúningshópnum eru 10 manns. ,,Þetta er hópur vaskra foreldra ásamt þremur talmeinafræðingum sem láta sig velferð barna með málþroskaröskun varða og eru tilbúin að leggja á sig mikla vinnu til að hrinda af stað samtökum," segir í tilkynningu.

tunga.jpg

Fréttatilkynning: 

,,Samtökin hafa það markmið

             að vekja athygli á nauðsynlegri þjónustu við börn með tal- og málhömlun,

             að fræða aðstandendur um tal- og málhömlun,

             að vinna að  auknum “réttindum” barna með tal- og málhömlun,

             að hvetja til rannsókna á tal- og málhömlunum. 

 

Fundurinn verður haldinn þann 16. september 2009 kl. 20 í fyrirlestrarsalnum Skriðu við Stakkahlíð fyrrum Kennaraháskóla Íslands (nú Menntavísindasvið Háskóla Íslands) .

Við viljum hvetja alla þá fjölmörgu foreldra að koma, sem þurfa að sækja talþjálfun fyrir börnin sín til Reykjavíkur og Akureyrar með ærnum kostnaði og tíma, og einnig þá foreldra sem ekki eiga þess kosta að sækja þjónustu þangað. Einnig viljum við fá allt það starfsfólk sem vinnur með börn og unglinga með tal og málþroskaröskun. Við þurfum að sýna hve stór hópur þetta er en meira en 10% barna þurfa meiri eða minni aðstoð vegna tal- og málvanda á skólaferli sínum."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.